Skilmálar & stefnur
Með því að búa til og/eða skrá sig inn á reikning hjá app- og vefþjónustunni Undralingur ehf. (hér eftir „við“) lýsir notandi (hér eftir „þú“) því yfir að notkunar-, og viðbótarskilmálar og persónuverndarsvefna Undralings (hér eftir „skilmálar“) hafi verið lesnir yfir af hans hálfu, að notandi hafi skilið þær upplýsingar sem komu þar fram og samþykkt skilmálana í heild sinni.
Persónuverndarstefna Undralings
Þessi stefna útskýrir hvaða persónuupplýsingum við söfnum og í hvaða tilgangi, hvernig þær eru notaðar, hver ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsingum þínum, hvernig öryggi þeirra er tryggt og hvaða réttindi persónuverndarlöggjöfin veitir notendum. Samþykkir þú ekki neðangreind skilyrði er þér hvorki heimilt að búa til reikning, nota þjónustuna né fá aðgang að því efni sem aðgengilegt er í gegnum hana.
1
Flokkar safnaðra upplýsinga
Þeim upplýsingum sem safnað er má flokka eftir tegundum og undir hvaða aðstæðum þeim er safnað.
1.1
Upplýsingar notanda án reiknings Ef þú velur að nota appið okkar áður en þú stofnar reikning, t.d. til að skoða úrval þess efnis sem þjónustan býður upp á, munum við einungis safna nafnlausum og órekjanlegum notkunarupplýsingum.
1.2
Notandaupplýsingar 1. Ef þú býrð til reikning hjá Undraling munum við vinna úr nauðsynlegum persónuupplýsingunum sem þú velur að deila með okkur til að auðkenna reikninginn þinn, svo sem: • Gælunafn/heiti prófíla • Samskiptaupplýsingar (t.d. netfang) • Tæknilegar upplýsingar (svo sem dagsetning og tímasetning stofnun reikningsins).
1.3
Notkunarupplýsingar Ef þú notar reikninginn þinn til að nota þjónustuna og/eða virkjar aðgang að viðbótarþjónustu af einhverju tagi (t.d. bók) gætum við lesið úr upplýsingum um hvernig þú notar þjónustuna okkar, til dæmis: - Valdar stillingar. - Kaupsögu. - Tækniupplýsingar eins og auðkenni, útgáfu forrits, tungumálastillingar. - Greiðslumynt eða land vefsvæðisins sem þú hefur notað til að skrá þig. - Gögn sem gera okkur kleift að uppgötva og tengjast tækjum eða þjónustu þriðja aðila sem þú notar til að tengjast í gegnum innskráningarferlið, mismunandi greiðslumáta eða aðrar samþættingar. - Efni sem þú velur að veita á meðan þú notar þjónustu okkar, svo sem samskipti við þjónustuver eða umsagnir.
1.4
Greiðsluupplýsingar Einu greiðsluupplýsingar sem Undralingur vinnur úr eru þær upplýsingar sem snúa að kaupsögu notanda (svo sem hvaða bók var keypt). Við mælum með að þú hafir samband við greiðsluþjónustuveitanda þinn fyrir nánari upplýsingar um hvernig þeir vinna með aðrar greiðsluupplýsingar.
2
Tilgangur með vinnslu safnaðra upplýsinganna
Ýmis virkni þjónustunar sem Undralingur býður upp á er háð því að geta lesið úr og greint vissar upplýsingar frá notendum.
2.1
Felst vinnsla á notandaupplýsingum m.a. í þeim tilgangi að: a. Auðkenna notendur við innskráningu. b. Tengjast við vöru eða þjónustu þriðja aðila. Ef þú velur að skrá þig með því að nota þjónustu þriðja aðila (t.d. Google) munum við fá gögn frá viðeigandi þriðja aðila þjónustuveitanda, að því tilskildu að þú hafir gefið leyfi þitt fyrir samþættingunni. c. Eiga samskipti við þig í gegnum mismunandi samskiptaleiðir og upplýsa þig um þjónustu okkar.
2.2
Felst vinnsla á notkunarupplýsingum m.a. í þeim tilgangi að: a. Veita notanda persónulegri þjónustu t.d. með því að muna stillingarnar þínar milli bóka.
2.3
Felst vinnsla á greiðsluupplýsingum m.a. í þeim tilgangi að: Vinna úr greiðslum þínum eftir mismunandi greiðslumátum okkar, aðgengilegir í appinu okkar, vefsíðu og í gegnum gjafakort. Þannig gerum við þér kleift að greiða fyrir þá þjónustu sem þú velur að kaupa, okkur kleift að innheimta þær greiðslur, staðfesta að valinn greiðslumáti sé gildur og hafa umsjón með gjafakortum.
3
Staðsetning og samstarfsaðilar við úrvinnslu gagna
3.1
Til að geta veitt þér þjónustu okkar eða til að geta sinnt okkar daglegum rekstri gætum við þurft að deila ákveðnum persónuupplýsingum með samstarfsaðilum okkar (til dæmis greiðsluveitum), eins og notandagögnum þínum og notkunargögnum. Annað dæmi er ef þú notar þriðja aðila vettvang að eigin vali til að tengjast okkur. Í slíkum tilvikum kunnum við að deila notandagögnum og/eða notkunargögnum eftir þörfum til að virkja tæknilega tenginguna og til að stjórna viðskiptasambandi okkar við slíkan þriðja aðila vettvang.
3.2
Við gætum þess að vinnsla persónuupplýsinga þinna sem kunna að vera fluttar til samstarfsaðila eigi sér stað innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða ríkja sem teljast veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd.
3.3
Persónuupplýsingum gæti einnig verið deilt til að uppfylla lögbundnar skyldur eða kröfur eða beiðni frá yfirvöldum, til að gæta lagalegra hagsmuna okkar, eða til að uppgötva eða koma í veg fyrir svik og til að tryggja þjónustu okkar.
4
Lagagrundvöllur
4.1
Persónuupplýsingar geta einnig verið unnar svo okkur sé unnt að sinna lagalegum skyldum og gæta lögmætra hagsmuna okkar eða þriðja manns, s.s.: a. Að vera samskiptum við þig vegna notkun þinnar á þjónustunni okkar; b. Að bæta þjónustuna og lagfæra villur sem gætu komið upp við notkun hennar; c. Að tryggja endurheimt kerfa og gagna sem öryggisráðstöfun ef bilun skyldi verða; d. Að verja réttarkröfur okkar og notenda okkar; e. Að meta gæði og árangur þjónustunnar okkar og/eða markaðssetningar.
5
Öryggi
5.1
Öll okkar kerfi eru hönnuð út frá þeim forsendum að tryggja öryggi persónuupplýsinga og leggjum við mikla áherslu á að hugbúnaður samstarfsaðila okkar í vinnslu á persónugögnum uppfylli skilyrði laga um vinnslu þeirra gagna. Við leitumst að því að geyma persónuupplýsingar einungis jafn lengi og ástæða er talin til út frá tilgangi safnaðra upplýsinga. Verð geta verið breytileg eftir tegundum þjónustu, breytilegu gengi þeirra gjaldmiðla sem valdir eru og/eða greiðsluaðferðar sem notuð er. Verð fela ekki í sér ekki kostnað við gagnaflutning eða gjöld sem þín fjarskiptaþjónusta kann að rukka á grundvelli samnings þíns um slíka þjónustu.
6
Uppfærslur og breytingar á þjónustunni
6.1
Undralingur uppfærir appið sitt reglulega, til að tryggja öryggi þess, sem og til að uppfæra og bæta notendaupplifunina. Af þessum ástæðum gæti Undralingur krafist þess að þú uppfærir í nýrri útgáfu af forritinu. Undralingur áskilur sér rétt til að gera breytingar á tæknilegum skilyrðum fyrir notkun þjónustunnar og til að breyta, bæta við eða fjarlægja viðskiptafélaga og greiðsluaðferðir hvenær sem er.
7
Gildistími og breytingar á persónuverndarstefnu
7.1
Persónuverndarstefnan er gefin út af Undralingur ehf. og gilda frá 13.01.2024. Skyldu breytingar verða á skilmálum okkar eða reglugerðum sem hafa áhrif á efni þeirra verða skilmálarnir uppfærðir. Ef um verulegar breytingar á skilmálunum er að ræða verða þær breytingarnar tilkynntar notendum í gegnum tölvupóst með 30 daga fyrirvara. Með því að halda áfram að nýta sér þjónustu Undralings eftir þann tíma samþykkir notandi breytingarnar á skilmálunum.