Skilmálar & stefnur

Með því að búa til og/eða skrá sig inn á reikning hjá app- og vefþjónustunni Undralingur ehf. (hér eftir „við“) lýsir notandi (hér eftir „þú“) því yfir að notkunar-, og viðbótarskilmálar og persónuverndarsvefna Undralings (hér eftir „skilmálar“) hafi verið lesnir yfir af hans hálfu, að notandi hafi skilið þær upplýsingar sem komu þar fram og samþykkt skilmálana í heild sinni.


Notendaskilmálar Undralings

Þessir skilmálar útskýra hvernig og að hvaða leyti notandi hefur heimild til nota þjónustur Undralings og hvaða skilyrðum sú heimild er háð. Samþykkir þú ekki neðangreind skilyrði er þér hvorki heimilt að búa til reikning, nota þjónustuna né fá aðgang að því efni sem aðgengilegt er í gegnum hana.

1

Virkni þjónustunar

1.1

Undralingur býður upp á þjónustu með sérsniðnum eiginleikum og virkni sem gerir þér kleift að nálgast úrval af rafrænum bókum og öðru efni sem aðgengilegt er í gegnum þjónustuna í samhæfanlegu tæki með nettengingu. Ekki er víst að þjónustan hafi sömu virkni í öllum tækjum og kerfum.

1.2

Rafrænu bækurnar sem þjónustan býður upp á aðgang að eru skilgreindar eftir mismunandi breytum (t.d. erfiðleikastigum) og gerir þjónustan þér kleift að velja um mismunandi stillingar á þinni lestrarupplifun (t.d. hraðastillingar á upplestri). Skilgreiningar á þeim breytingum og stillingum eru byggðar á miðgildi almennra viðmiða í lestrarfærni og/eða -hraða eftir mismunandi breytum (t.d. fyrir hvern aldursflokk). Því er ekki hægt að tryggja að uppgefin viðmið eigi við um alla krakka, enda er lestrarvegferð hvers og eins einstök á sinn hátt.

1.3

Undralingur býður upp á þjónustu annars vegar fyrir einstaklinga, þar sem hver reikningur er ætlaður til notkun innan staks heimilis, og hins vegar fyrir stærri hópa, þar sem hver reikningur er ætlaður til notkunar innan skóla, fyrirtækja eða annarra stofnanna.

1.4

Gert er ráð fyrir að þú sem notandi getir kosið að veita barni/börnum aðgang að þjónustunni undir þínu eftirliti, og er efnið sjálf innan þjónustunar (t.d. bækurnar) hannað til þess að vera við hæfi barna.

1.5

Til þess að geta veitt þér þá þjónustu sem Undralingur býður upp á verður þjónustan að vinna með ákveðnar persónuupplýsingum þínar, sem nánar er fjallað um í Persónuverndarsvefnu Undralings. Við söfnum ekki upplýsingum um börn undir 18 ára aldri, og skulu því allar uppgefnar upplýsingar um þig sem notanda snúa að þér sjálfum en ekki að þeim börnum sem þú gætir komið til með að veita aðgang að þjónustunni undir þínu eftirliti.

2

Skilyrði fyrir leyfi til notkunar á þjónustu

2.1

Undralingur býður upp á þjónustu með sérsniðnum eiginleikum og virkni sem gerir þér kleift að nálgast úrval af rafrænum bókum og öðru efni sem aðgengilegt er í gegnum þjónustuna í samhæfanlegu tæki með nettengingu. Ekki er víst að þjónustan hafi sömu virkni í öllum tækjum og kerfum.

2.2

Notendur geta fengið takmarkaðan aðgang að efni þjónustunar (t.d. lesið sýnishorn af bókum) án þess að stofna aðgang en til þess að fá fullan aðgang (t.d. til að geta lesið bók í fullri lengd) að hverri tegund af þjónustu (þ.e. hverri bók) þarft þú að búa til og/eða skrá þig inn á reikning hjá Undraling. Til þess að hafa heimild til að búa til eða skrá þig inn á reikning þarftu að: a. vera að minnsta kosti átján (18) ára; b. veita réttar persónuupplýsingar þegar þess er óskað; c. hafa lesið og samþykkt skilmála í heild sinni fyrir þína hönd.

2.3

Til að fá fullan aðgang að hverri tegund af þjónustu (t.d. til að geta lesið bók í fullri lengd) þarftu að vera með virka áskrift (skrá þig í bókaklúbbinn) til viðbótar við að þurfa að hafa búið til/skráð þig inn á reikning hjá Undraling. Þér gæti borið að samþykkja sérstaka viðbótarskilmála þegar þú virkjar slíka áskrift, en þar er gerð grein fyrir sérstökum skilyrðum (t.d. gildistíma) fyrir notkun á hverri tegund af þjónustu fyrir sig, ef önnur og/eða fleiri skilyrði eiga við en fram koma í skilmálum Undralings.

2.4

Við skráningu reiknings ber þér að velja viðeigandi tegund af reikningi út frá fjölda þeirra sem koma munu til með að nota þá þjónustu sem sótt og/eða keypt verður innan þess reiknings. Reikningum fyrir einstaklinga er einungis ætlað til notkunar innan staks heimilis en reikningum fyrir hópa ætlaðar skólum, fyrirtækjum og/eða stofnunum af öðru tagi. Ef þarfir notanda um tegund reiknings breytast eftir að reikningur hefur verið stofnaður ber notanda að stofna nýjan reikning eða hafa samband við Undraling (hjá hjalp@undralingur.is) og er notanda ekki heimilt að nota reikninginn á nokkurn annan hátt en hann var tilætlaður nema með okkar samþykki. Brot á þessum skilyrðum skal ávallt teljast brot á skilmálum þessum og getur leitt til þess að kröfur stofnist vegna aukins kostnaðar við rekstur reikningsins.

2.5

Þér ber jafnframt skylda til að sjá til þess að veita ekki ólögráða börnum aðgang að þjónustunni nema þau séu undir þínu eftirliti.

3

Leyfi til notkunar á þjónustu

3.1

Með fyrirvara um þau skilyrði sem frama koma í skilmálum Undralings og fyrirvara um greiðslu notanda á viðeigandi gjaldi, veitir Undralingur þér takmarkað, óframseljanlegt, afturkallanlegt leyfi án einkaréttar til að fá aðgang að og nota þjónustuhugbúnaðinn og efnið innan þjónustunnar fyrir þína persónulegu notkun í gegnum samhæfanlegt tæki með netaðgengi. Sem dæmi má nefna að þú mátt ekki spila efni (t.d. bækur) fyrir áheyrendur eða í almenningsrými og þú mátt ekki gera þjónustuna og/eða efnið aðgengilegt öðrum, hvort sem það er í persónu eða stafrænt. a. Þér sem notanda ber að ábyrgjast og samþykkja að tryggja að þú, og/eða hver sem þú veitir aðgang að þjónustunni í gegnum reikninginn þinn, munt ekki afrita, fjölfalda, breyta, aðlaga, sýna, birta, dreifa, senda, selja, leigja, lána, veita undirleyfi eða nýta á annan hátt í hvaða tilgangi sem er (viðskiptalegs eða annars) hvers kyns efni og/eða hluta af eða alla þjónustuna. b. Þér sem notanda ber einnig að tryggja að þú, og/eða hver þeirra sem þú veitir aðgang að þjónustunni í gegnum reikninginn þinn muni ávallt standa við samninginn. c. Notkun þjónustunnar og/eða efnisins sem brýtur í bága við þennan kafla skal ávallt teljast verulegt brot á samningi þessum og getur leitt til þess að kröfur stofnist m.a. vegna brots á höfundarrétti. d. Undralingur getur sagt upp leyfi þínu til notkunar á þjónustunni fyrirvaralaust og tekur sú uppsögn gildi strax hvenær sem er ef þú fylgir ekki skilmálunum eða gildandi lögum, reglum eða reglugerðum, eða ef þú notar þjónustuna með sviksamlegum hætti eða á einhvern hátt sem gæti valdið tjóni á Undralingi, öðrum notendum eða þriðja aðila.

4

Hugverkaréttindi

4.1

Þjónustan og efnið er höfundarréttarvarin eign okkar og/eða leyfisveitenda okkar. Öll vörumerki, þjónustumerki, vöruheiti, ásýnd, lénsheiti, einkaleyfi, uppfinningar, höfundarréttindi, gagnagrunnsréttindi og öll önnur hugverka- eða iðnaðareignarréttindi sem felast í þjónustunni eða efninu eru í eigu okkar. Engan hluta efnisins eða þjónustunnar má nota eða nýta á annan hátt en sem hluta af þjónustunni sem þér er boðið upp á og að því marki sem sérstaklega er heimilað í skilmálunum. Við framseljum engin réttindi að þjónustunni eða einhverja hluta hennar til þín, né framseljum við nein slík réttindi að efninu eða hluta þess.

5

Kaupskilmálar

5.1

Ef þjónusta Undralings er notuð í gegnum stýrikerfi Apple eða Google þá er hægt að kaupa áskrift hjá Undraling (einnig kallað að “skrá sig í bókaklúbbinn”) sem virkjar aðgang að ólíkum tegundum af þjónustum sem í boði eru. Kaupverð áskriftarinnar er birt í þeim gjaldmiðli sem greiðsluaðferðin sem þú velur að nota styður að hverju sinni (t.d. styður App Store ekki greiðslur í íslenskum krónum (ISK) og birtir kaupverð inneignarinnar þess heldur t.d. í Bandaríkjadölum (USD).

5.2

Ef þjónusta Undralings er notuð á vef þá er greitt fyrir þá þjónustu með kortagreiðslu. Hvað varðar kreditkort, skaltu hafa í huga að Undralingur getur hafnað eða lokað fyrir kreditkort sem eru ekki gefin út í landinu þar sem þjónustan er veitt til þín. Undralingur áskilur sér einnig rétt til þess að hafna ákveðnum tegundum kreditkorta hvenær sem er.

5.3

Verð geta verið breytileg eftir tegundum þjónustu, breytilegu gengi þeirra gjaldmiðla sem valdir eru og/eða greiðsluaðferðar sem notuð er. Undralingur áskilur sér þann rétt að breyta verði á þjónustum hvenær sem er. Verð fela ekki í sér kostnað við gagnaflutning eða gjöld sem þín fjarskiptaþjónusta kann að rukka á grundvelli samnings þíns um slíka þjónustu.

5.4

Þegar keypt er áskrift að þjónustunni í heild sinni nær gildistími áskriftarinnar yfir þann tíma sem kemur fram við skráningu notenda í áskrift. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa að gildistímanum loknum sé henni ekki sagt upp áður en gildistíminn rennur út. Hægt er að segja áskriftinni upp hvenær sem er í App Store; þegar áskrift hefur verið sagt upp mun aðgangur að efni renna út þegar gildistíminn klárast. Ef upp vakna spurningar um þessi atriði hvetjum við þig til að hafa samband við okkur hjá hjalp@undralingur.is.

6

Uppfærslur og breytingar á þjónustunni

6.1

Undralingur uppfærir appið sitt reglulega, til að tryggja öryggi þess, sem og til að uppfæra og bæta notendaupplifunina. Af þessum ástæðum gæti Undralingur krafist þess að þú uppfærir í nýrri útgáfu af forritinu. Undralingur áskilur sér rétt til að gera breytingar á tæknilegum skilyrðum fyrir notkun þjónustunnar og til að breyta, bæta við eða fjarlægja viðskiptafélaga og greiðsluaðferðir hvenær sem er.

7

Gildistími og breytingar á skilmálum

7.1

Skilmálarnir eru gefnir út af Undralingur ehf. og gilda frá 13.01.2024. Skyldu breytingar verða á skilmálum okkar eða reglugerðum sem hafa áhrif á efni þeirra verða skilmálarnir uppfærðir. Ef um verulegar breytingar á skilmálunum er að ræða verða þær breytingarnar tilkynntar notendum í gegnum tölvupóst með 30 daga fyrirvara. Með því að halda áfram að nýta sér þjónustu Undralings eftir þann tíma samþykkir notandi breytingarnar á skilmálunum.